Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 99-90 | Annar sigur Valsmanna á Blikum á fjórum dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2022 21:40 Kristófer Acox átti góðan leik gegn Breiðabliki. vísir/bára Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. Heimamenn voru lengi í gang en eftir erfiðan 1. leikhluta höfðu voru þeir með góð tök á leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni með því að vinna 2. leikhluta með þrettán stigum og gáfu ekki eftir í seinni hálfleik. Breiðablik skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup en var í vandræðum þegar liðið þurfti að stilla upp í sókn. Þá var vörn Blika ekki nógu góð og þeir voru full linir undir körfunni. Til marks um það unnu Valsmenn frákastabaráttuna, 54-33. Callum Lawson var stigahæstur í liði Vals með 21 stig. Kristófer Acox skoraði átján stig og tók þrettán fráköst, Kári Jónsson var með sautján stig og tíu stoðsendingar og Frank Aron Booker gerði fimmtán stig. Jeremy Smith skoraði 25 stig fyrir Breiðablik og Everage Richardson var með 24 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Julio Calver skilaði átján stigum og níu fráköstum. Blikar spiluðu sinn leik í 1. leikhluta. Þeir keyrðu fram við hvert tækifæri og Everage stýrði sóknarleiknum af stakri snilld. Breiðablik var alltaf með frumkvæðið og leiddi með átta stigum að 1. leikhluta loknum, 22-30. Byrjunarlið Vals náði sér ekki á strik en Callum og Frank komu sterkir af bekknum og skoruðu sextán af 22 stigum heimamanna. Í 2. leikhluta var allt annað uppi á teningnum. Valsmenn hertu vörnina og á sóknarhelmingnum fengu þeir allt sem þeir vildu. Valur var með mikla yfirburði í fráköstunum í fyrri hálfleik, 25-12, og tóku þrettán vítaskot gegn fimm hjá Breiðablik. Þjálfari Blika, Pétur Ingvarsson, var afar ósáttur við dómgæsluna og fannst hallað á sína menn. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var Valur fimm stigum yfir, 57-52, eftir að hafa unnið 2. leikhlutann, 35-22. Valsmenn héldu uppteknum hætti í 3. leikhluta sem þeir unnu, 24-17. Allt annað var að sjá vörn Vals eftir að Blikar skoruðu að vild í 1. leikhluta. Valsmenn höfðu góðar gætur á Everage og hinum megin var vagg og velta Kristófers og Kára örugg leið til að skora. Breiðablik var þó aldrei langt undan og hótaði því að gera lokamínúturnar spennandi. Blikar minnkuðu muninn í 88-81 en Valsmenn svöruðu með fimm stigum í röð og þá var dagskránni lokið. Meistararnir unnu á endanum níu stiga sigur, 99-90, og jöfnuðu þar með Blika að stigum í deildinni. Finnur Freyr: Erum með 7-8 menn sem geta hæglega byrjað Valsmenn eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar.vísir/bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með hvernig Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn gegn Breiðabliki. „Við vorum mjög köflóttir framan af. Stundum gerist það þegar þú mætir sama liðinu tvisvar að það kemur værukærð eða hvað það er. Við vorum mjög slakir til að byrja með og þetta var langt frá því sem við ætluðum að gera. Blikarnir gerðu vel með því að keyra í bakið á okkur,“ sagði Finnur í leikslok. „En um leið og við lokuðum á það varð þetta líkari þeim leik sem við vildum. Svo varð vörnin betri.“ Blikar skoruðu mikið eftir hraðaupphlaup en gekk verr þegar þeir þurftu að stilla upp í sókn. „Það eru gríðarlega margir hæfileikaríkir leikmenn í þessu Breiðabliksliði. Þeir voru frábærir í fyrra og eru enn betur mannaðir núna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að stýra hraðanum í leiknum og ná í tvo sigra gegn þeim,“ sagði Finnur. Þeir Callum Lawson og Frank Aron Booker reyndust afar mikilvægir þegar sem verst gekk hjá Val en þeir skoruðu sextán af 22 stigum liðsins í 1. leikhluta. „Við búum vel að því að vera með 7-8 leikmenn sem geta hæglega byrjað. Þetta sýnir mikilvægi þess að vera með góða menn á bekknum sem geta breytt leikjum,“ sagði Finnur að endingu. Pétur: Erum ennþá bara Breiðablik Pétri Ingvarssyni var ekki skemmt yfir frammistöðu dómaratríósins.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert undan framlagi sinna manna í tapinu fyrir Val að kvarta. Annað mál var með dómara leiksins. Breiðablik var átta stigum yfir eftir 1. leikhluta, 22-30, en dæmið snerist við í 2. leikhluta sem Valur vann, 35-22. „Mig minnir að við höfum fengið fyrstu villuna á Val þegar ellefu sekúndur voru eftir af 2. leikhluta. Annað hvort spiluðu þeir bestu vörn sem hefur verið spiluð eða það var stífla í flautunni,“ sagði Pétur í leikslok. „Við hittum kannski ekki nógu vel og leyfðum þeim að komast á áhlaup sem var svo erfitt að ná til baka.“ Blikar voru aldrei langt undan í seinni hálfleik en Valsmenn héngu á forskotinu og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. „Við lögðum upp með að setja orku í þennan leik og leggja okkur fram. Ég get ekki kvartað neitt undan orkunni. Ef þú leggur þig hundrað prósent fram og klikkar á skotum er það bara svoleiðis. Við klikkuðum á sniðsskotum og vítum og það var dýrt í lokin,“ sagði Pétur. „Það hefði komið okkur inn í baráttuna. Við vissum að við gætum alveg náð þeim en það tókst ekki í kvöld. Þetta eru ríkjandi Íslandsmeistarar, mjög gott lið og þeirra heimavöllur. Við erum ennþá bara Breiðablik. Við erum betri en í fyrra en ekki eins og góðir og Valur. Það er alveg klárt mál,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deild karla Valur Breiðablik Körfubolti
Íslandsmeistarar Vals unnu Breiðablik í annað sinn á fjórum dögum, 99-90, þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í 3. umferð Subway deildar karla í kvöld. Valsmenn unnu leik liðanna í VÍS-bikarnum á mánudaginn, 111-90. Heimamenn voru lengi í gang en eftir erfiðan 1. leikhluta höfðu voru þeir með góð tök á leiknum. Þeir náðu yfirhöndinni með því að vinna 2. leikhluta með þrettán stigum og gáfu ekki eftir í seinni hálfleik. Breiðablik skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup en var í vandræðum þegar liðið þurfti að stilla upp í sókn. Þá var vörn Blika ekki nógu góð og þeir voru full linir undir körfunni. Til marks um það unnu Valsmenn frákastabaráttuna, 54-33. Callum Lawson var stigahæstur í liði Vals með 21 stig. Kristófer Acox skoraði átján stig og tók þrettán fráköst, Kári Jónsson var með sautján stig og tíu stoðsendingar og Frank Aron Booker gerði fimmtán stig. Jeremy Smith skoraði 25 stig fyrir Breiðablik og Everage Richardson var með 24 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Julio Calver skilaði átján stigum og níu fráköstum. Blikar spiluðu sinn leik í 1. leikhluta. Þeir keyrðu fram við hvert tækifæri og Everage stýrði sóknarleiknum af stakri snilld. Breiðablik var alltaf með frumkvæðið og leiddi með átta stigum að 1. leikhluta loknum, 22-30. Byrjunarlið Vals náði sér ekki á strik en Callum og Frank komu sterkir af bekknum og skoruðu sextán af 22 stigum heimamanna. Í 2. leikhluta var allt annað uppi á teningnum. Valsmenn hertu vörnina og á sóknarhelmingnum fengu þeir allt sem þeir vildu. Valur var með mikla yfirburði í fráköstunum í fyrri hálfleik, 25-12, og tóku þrettán vítaskot gegn fimm hjá Breiðablik. Þjálfari Blika, Pétur Ingvarsson, var afar ósáttur við dómgæsluna og fannst hallað á sína menn. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var Valur fimm stigum yfir, 57-52, eftir að hafa unnið 2. leikhlutann, 35-22. Valsmenn héldu uppteknum hætti í 3. leikhluta sem þeir unnu, 24-17. Allt annað var að sjá vörn Vals eftir að Blikar skoruðu að vild í 1. leikhluta. Valsmenn höfðu góðar gætur á Everage og hinum megin var vagg og velta Kristófers og Kára örugg leið til að skora. Breiðablik var þó aldrei langt undan og hótaði því að gera lokamínúturnar spennandi. Blikar minnkuðu muninn í 88-81 en Valsmenn svöruðu með fimm stigum í röð og þá var dagskránni lokið. Meistararnir unnu á endanum níu stiga sigur, 99-90, og jöfnuðu þar með Blika að stigum í deildinni. Finnur Freyr: Erum með 7-8 menn sem geta hæglega byrjað Valsmenn eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar.vísir/bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með hvernig Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn gegn Breiðabliki. „Við vorum mjög köflóttir framan af. Stundum gerist það þegar þú mætir sama liðinu tvisvar að það kemur værukærð eða hvað það er. Við vorum mjög slakir til að byrja með og þetta var langt frá því sem við ætluðum að gera. Blikarnir gerðu vel með því að keyra í bakið á okkur,“ sagði Finnur í leikslok. „En um leið og við lokuðum á það varð þetta líkari þeim leik sem við vildum. Svo varð vörnin betri.“ Blikar skoruðu mikið eftir hraðaupphlaup en gekk verr þegar þeir þurftu að stilla upp í sókn. „Það eru gríðarlega margir hæfileikaríkir leikmenn í þessu Breiðabliksliði. Þeir voru frábærir í fyrra og eru enn betur mannaðir núna. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að stýra hraðanum í leiknum og ná í tvo sigra gegn þeim,“ sagði Finnur. Þeir Callum Lawson og Frank Aron Booker reyndust afar mikilvægir þegar sem verst gekk hjá Val en þeir skoruðu sextán af 22 stigum liðsins í 1. leikhluta. „Við búum vel að því að vera með 7-8 leikmenn sem geta hæglega byrjað. Þetta sýnir mikilvægi þess að vera með góða menn á bekknum sem geta breytt leikjum,“ sagði Finnur að endingu. Pétur: Erum ennþá bara Breiðablik Pétri Ingvarssyni var ekki skemmt yfir frammistöðu dómaratríósins.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert undan framlagi sinna manna í tapinu fyrir Val að kvarta. Annað mál var með dómara leiksins. Breiðablik var átta stigum yfir eftir 1. leikhluta, 22-30, en dæmið snerist við í 2. leikhluta sem Valur vann, 35-22. „Mig minnir að við höfum fengið fyrstu villuna á Val þegar ellefu sekúndur voru eftir af 2. leikhluta. Annað hvort spiluðu þeir bestu vörn sem hefur verið spiluð eða það var stífla í flautunni,“ sagði Pétur í leikslok. „Við hittum kannski ekki nógu vel og leyfðum þeim að komast á áhlaup sem var svo erfitt að ná til baka.“ Blikar voru aldrei langt undan í seinni hálfleik en Valsmenn héngu á forskotinu og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur. „Við lögðum upp með að setja orku í þennan leik og leggja okkur fram. Ég get ekki kvartað neitt undan orkunni. Ef þú leggur þig hundrað prósent fram og klikkar á skotum er það bara svoleiðis. Við klikkuðum á sniðsskotum og vítum og það var dýrt í lokin,“ sagði Pétur. „Það hefði komið okkur inn í baráttuna. Við vissum að við gætum alveg náð þeim en það tókst ekki í kvöld. Þetta eru ríkjandi Íslandsmeistarar, mjög gott lið og þeirra heimavöllur. Við erum ennþá bara Breiðablik. Við erum betri en í fyrra en ekki eins og góðir og Valur. Það er alveg klárt mál,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti