Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

KR vann nýliða­slaginn

KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir byrja á góðum sigri

Íslandsmeistarar Hauka unnu 14 stiga sigur á Tindastóli í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 99-85. Magnaður 3. leikhluti Hauka skilaði sigrinum í hús.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Haukar - Njarð­vík 83-86 | Njarð­vík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik

Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. 

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs

Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar.

Körfubolti
Fréttamynd

Á­fall fyrir Houston

Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

Körfubolti
Fréttamynd

Grikkir stál­heppnir að landa bronsinu

Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum.

Körfubolti