Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Þetta er eins og að vera dömpað“

Eftir rólega fyrstu leiki í búningi LA Lakers, eftir ein óvæntustu og merkustu leikmannaskipti í sögu NBA-deildarinnar, þá sýndi Luka Doncic snilli sína í sigrinum gegn Denver Nuggets um helgina. Slóveninn er til umræðu í nýjasta þætti Lögmála leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna

Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða.

Körfubolti
Fréttamynd

Slagur um stól for­manns KKÍ

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin: Skemmti­legra að tryggja þetta fyrir fullri höll

Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“

Ægir Þór Steinars­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta segir mikilvægt fyrir liðið að ein­beita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ung­verja­landi í undan­keppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ís­land getur tryggt sér far­miða á EM.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti