Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Karlalið Grindavíkur hefur verið duglegt að sækja leikmenn sem hafa komið við sögu í NBA-deild karla í körfubolta. Nú er komið að kvennaliði félagsins að sækja leikmann með reynslu úr WNBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 30.9.2025 22:30
KR vann nýliðaslaginn KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75. Körfubolti 30.9.2025 21:27
Meistararnir byrja á góðum sigri Íslandsmeistarar Hauka unnu 14 stiga sigur á Tindastóli í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 99-85. Magnaður 3. leikhluti Hauka skilaði sigrinum í hús. Körfubolti 30.9.2025 21:14
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti 28.9.2025 18:31
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. Körfubolti 27. september 2025 21:04
Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Tindastóll mun enda í efsta sæti Bónus-deildar karla í körfubolta og Njarðvík efst í Bónus-deild kvenna, ef spár þjálfara, fyrirliða og formanna ganga eftir. Nýliðum er spáð falli aftur niður í 1. deild. Körfubolti 26. september 2025 12:49
Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Kynningarfundur Bónus-deild karla og kvenna í körfubolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. Þar voru birtar spár um það hvernig mótið mun fara í ár. Körfubolti 26. september 2025 12:02
Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfuknattleikssamband Íslands hefur loks rofið þögnina sem ríkt hefur síðan Davíð Tómas Tómasson sagði frá því hvernig hann hrökklaðist úr starfi. KKÍ segir málefni sem snúa að einstaklingum vera viðkvæm og þykir leitt hvar þetta mál er statt en vill ekki og telur sig ekki geta tjáð sig ítarlegar. Körfubolti 25. september 2025 13:56
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. Körfubolti 25. september 2025 08:32
Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Fótbolti er áfram vinsælasta íþróttagrein landsins ef horft er til fjölda iðkana í hverri grein. Golf kemur skammt á eftir en hlutfallslega fjölgaði iðkunum mest í körfubolta, á meðal fimm vinsælustu greinanna. Sport 24. september 2025 16:46
Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Formaður dómaranefndar KKÍ kvaðst ekki getað tjáð sig um mál Davíðs Tómasar Tómassonar eða annarra körfuknattleiksdómara sem hafa hætt störfum fyrir KKÍ. Körfubolti 24. september 2025 14:56
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. Körfubolti 23. september 2025 23:00
Áfall fyrir Houston Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 23. september 2025 16:10
Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Forráðamenn Körfuknattleikssambands Íslands munu ekki tjá sig um dómaramál innan hreyfingarinnar að svo stöddu. Gustað hefur um sambandið eftir viðtöl við Davíð Tómas Tómasson og Jón Guðmundsson á Vísi í dag. Körfubolti 23. september 2025 13:00
Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Jóni Guðmundssyni fannst svörin sem hann fékk frá dómaranefnd KKÍ þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu ekki merkileg. Körfubolti 23. september 2025 11:59
Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Á meðan að erkifjendurnir í Barcelona undirbúa að koma hinum 13 ára gamla og 210 sentímetra Mohamed Dabone inn í sitt lið hefur Real Madrid nú fengið 11 ára strák sem virðist ekki heldur nein smásmíði. Körfubolti 23. september 2025 10:00
Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti. Körfubolti 23. september 2025 08:00
Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ NBA-leikmaðurinn Nicolas Batum, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í körfubolta, rifjaði upp rimmu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“, í beinni útsendingu frá leik Íslands og Frakklands á EM á dögunum. Körfubolti 23. september 2025 07:31
Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Aðdáendur Dallas Mavericks geta tekið gleði sína á ný en meiðslapésinn Anthony Davis tók í vikunni þátt í fimm á fimm æfingu í fyrsta sinn síðan í júlí. Körfubolti 21. september 2025 14:17
Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ „Ég er mjög spennt. Búin að vera í þessu í nokkur ár núna og það verður gaman að prófa núna nýjar áherslur,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir, nýr stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna á Sýn Sport. Körfubolti 18. september 2025 14:45
NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Nýstofnaða breska úrvalsdeildin í körfubolta virðist óvart hafa staðfest að NBA Evrópudeildin, sem hefur verið rætt um lengi, muni hefja göngu sína eftir tvö ár. Körfubolti 16. september 2025 22:32
Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins, Tryggvi Snær Hlinason, spilaði frábærlega á nýafstöðnu Evrópumóti. Hann var ofarlega á mörgum tölfræðilistum mótsins. Körfubolti 16. september 2025 14:30
Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Heimsmeistarar Þjóðverja tryggðu sér í kvöld Evrópumeistaratitilinn í körfubolta í annað sinn í sögunni. Körfubolti 14. september 2025 19:55
Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum. Körfubolti 14. september 2025 16:18
Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Það verður Tyrkland sem mætir Þýskalandi í úrslitum Evrópumóts karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir ótrúlegan sigur Tyrklands á Giannis Antetokounmpo og félögum í gríska landsliðinu. Körfubolti 12. september 2025 20:05