Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 10:51 Bylgja mótmæla hófst í Íran í kjölfar dauða Möhsu Amini í haldi siðgæðislögreglunnar í september. Síðan þá hafa nokkrar táningsstúlkur látið lífið en yfirvöld neita því að bera ábyrgð á dauða þeirra frekar en Amini. AP/Markus Schreiber Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins. Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra. Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Stéttarfélag kennara í Ardabil heldur því fram að Asra Panahi hafi verið barin til bana í Shahed-framhaldsskólanum þegar yfirvöld neyddu nemendur ólöglega til þess að taka þátt í viðburði til stuðnings ríkisstjórninni í síðustu viku. Þeim hafi meðal annars verið skipað að flytja lag til dýrðar æjatollanum Khomenei, æðsta leiðtoga landsins. Við upphaf viðburðarins hafi nokkur fjöldi nemenda gert hróp að stjórnvöldum. Þá hafi bæði óeinkennisklæddir karlar og konur úr röðum öryggissveita ausið svívirðingum yfir nemendurna og barið þá. Eftir að kennsla hófst á ný hafi öryggissveitir gert rassíu í skólanum og barið suma nemendur enn meira. Nokkrir nemendur séu særðir og tíu handteknir. Panahi hafi látist á sjúkrahúsi skömmu síðar. Írönsk yfirvöld hafna frásögn kennarasambands og fullyrða að Panahi hafi þjáðst af hjartagalla. Þingmaður Ardabil hélt því fram að stúlkan hefði svipt sig lífi með því að taka inn töflur, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Klerkastjórnin hefur gefið svipaðar skýringar á dauða annarra stúlkna í mótmælaöldu sem hefur gengið yfir landið undanfarnar vikur. Mótmælin hófust eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglu en fjölskylda hennar segir að hún hafi einnig verið barin til bana. Ættingjar stúlknanna hafa meðal annars verið dregnir fram í ríkisfjölmiðla til þess að segja þær hafa þjáðst af heilsubresti sem skýri dauða þeirra.
Íran Jafnréttismál Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Börn og konur séu illa stödd á mótmælum í Íran Mótmæli hafa geisað í Íran í um það bil mánuð vegna dauða ungu konunnar, Mahsa Amini en hún lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar. Ný skýrsla Amnesty International er sögð varpa ljósi á dauðsföll barna á meðan mótmælunum hefur staðið. Mannréttindasamtökin saki öryggissveitir um að hafa beitt sér sérstaklega gegn ungu fólki. Þá eru öryggissveitir sagðar beita mótmælendur og þá sérstaklega konur, mikilli hörku. 15. október 2022 16:40