Þegar Reyðfirðingar fengu lyftublokkir og hringtorg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2022 14:53 Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur segja frá því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. Sigurjón Ólason Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist á skömmum tíma í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu: Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Allt breyttist, einnig ásýnd bæjarins. Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur lýsa því hvað það þótti spennandi að fá lyftublokkir og hringtorg. „Þessir litlu og ómerkilegu hlutir urðu allt í einu að einhverju stórmerkilegu fyrir svona sveitafólk. Það var keyrt norður til Akureyrar í bílprófum til þess að læra að keyra í hringtorgi,“ segir Harpa. Þær eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Reyðarfjörð. Þar lýsa íbúarnir kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi, sem á sér áhugaverða sögu. Þannig urðu áhrif hersetunnar í síðari heimsstyrjöld óvíða jafnmikil og á Reyðarfirði. Frá því segja Reyðfirðingar á Stríðsárasafninu, sem við skoðum í þættinum. Glímt við glímukóng Íslands, Ásmund Hálfdán Ásmundsson. Þóroddur Helgason og Guðjón Magnússon fylgjast með.Sigurjón Ólason Þá leitum við skýringa á því hversvegna bærinn státar af öflugri glímuköppum en allir aðrir. Bæði glímukóngur Íslands og glímudrottning Íslands eru Reyðfirðingar. Við kynnumst sveitasamfélaginu en skammt innan kauptúnsins eru að verða kynslóðaskipti á bænum Sléttu. Þar er ungt par að taka við sauðfjárbúi og búið að reisa sér nýtt íbúðarhús. Iðnfyrirtækið Launafl er heimsótt. Það var sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. Köfunarþjónusta og garðyrkjustöð eru önnur dæmi um atvinnurekstur sem við kynnumst. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Við forvitnumst einnig um félagslífið, heyrum um kvenfélagið og íþróttafélagið, og spjöllum við unglinga um lífið á Reyðarfirði og framtíðardraumana. Þátturinn um Reyðarfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá brot úr þættinum í kynningarstiklu:
Um land allt Fjarðabyggð Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar. 9. október 2022 07:07
Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33
Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við. 17. júlí 2022 22:11