Leikreglur heilsugæslunnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2022 15:00 Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilsugæsla Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun