Leikreglur heilsugæslunnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2022 15:00 Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilsugæsla Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar