Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 15:01 Veitur segjast halda úti miklu eftirliti með kerfinu, sérstaklega þeim hluta sem er orðinn nokkuð gamall. Ekki sé þó hægt að sjá bilanir fyrir sem orsakast af byggingaframkvæmdum í nágrenni kerfisins nema byggingaraðilar láti vita að þeir hafi grafið hættulega nálægt línunum. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær. Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes. Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes.
Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira