Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 15:49 Frá mótmælum við skrifstofu opinberrar nefnfdar sem rannsakaði svonefnd sængurkvenna- og fæðingarheimili sem kaþólska kirkjan rak. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á heimilunum hafi verið bágbornar, dánartíðni há og misnotkun algeng. Vísir/Getty Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin. Írland Trúmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin.
Írland Trúmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira