Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 15:49 Frá mótmælum við skrifstofu opinberrar nefnfdar sem rannsakaði svonefnd sængurkvenna- og fæðingarheimili sem kaþólska kirkjan rak. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á heimilunum hafi verið bágbornar, dánartíðni há og misnotkun algeng. Vísir/Getty Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin. Írland Trúmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin.
Írland Trúmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira