Ættleiddir fá aðgang að öllum upplýsingum um sig Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 15:49 Frá mótmælum við skrifstofu opinberrar nefnfdar sem rannsakaði svonefnd sængurkvenna- og fæðingarheimili sem kaþólska kirkjan rak. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðstæður á heimilunum hafi verið bágbornar, dánartíðni há og misnotkun algeng. Vísir/Getty Írsk stjórnvöld opnuðu vefsíðu í vikunni sem gerir fólki sem var ættleitt kleift að nálgast allar upplýsingar sem ríkið hefur um það, þar á meðal nafn lífmóður. Þúsundir írskra kvenna voru beittar þrýstingi til að gefa frá sér börn sín, sérstaklega á fæðingarheimilum sem kaþólska kirkjan rak. Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin. Írland Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Gagnagrunnurinn gefur írskum borgurum sem voru ættleiddir aðgang að öllum þeim upplýsingum sem ríkið kann að hafa í fórum sínum. Þar er einnig boðið upp á rakningarþjónustu sem ættleiddir og mæður sem gáfu frá sér börn til ættleiðingar geta leitað að týndum ættingjum, að sögn New York Times. Réttindasamtök ættleiddra segja að gagnagrunnurinn kunni að marka tímamót í að írska þjóðin geri upp sársaukafulla fortíð misnotkunar á einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Allt fram undir lok tíunda áratugar síðustu aldar var þúsundum óléttra ógiftra kvenna og stúlkna komið fyrir á fæðingarheimilum kirkjunnar. Þar var ætlast til þess að þær gæfu frá sér börnin eða þær beittar þrýstingi til þess. Í skýrslu sem opinber nefnd sem rannsakaði fæðingarheimilin kom fram að um níu þúsund börn hefðu látist á átján slíkum stofnunum á 19. og 20. öld. Það voru um 15% þeirra tugþúsunda barna sem fæddust þar. Umsvifamest voru heimilin á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í mörgum tilfellum létu fjölskyldur kvennanna vista þær á heimilunum til að forðast þá skömm sem það þótti að kona yrði þunguð utan hjónabands í strangtrúuðu kaþólsku samfélagi Írlands á þeim tíma. Ættleiðingaryfirvöld á Írlandi segja að fleiri en þúsund umsóknir hafi borist í gegnum nýju vefsíðuna fyrstu þrjá dagana eftir að hún var tekin í gagnið. Á sautjánda þúsund manns sem voru ættleiddir höfðu áður staðfest að þeir vildu að haft væri samband við þá en innan við 400 kærðu sig ekki um það. Ekki er þó víst að allir finni það sem þeir sækjast eftir. Formfesta komst ekki á ættleiðingar á Írlandi fyrr en árið 1953. Ætlað er að tugir þúsunda barna hafi verið ættleidd eða send í fóstur óformlega fyrir þann tíma. Í sumum tilfellum hafi börnin verið skráð ólölega sem líffræðileg börn fólksins sem ættleiddi þau. Í öðrum tilfellum hafi ættleiðingar farið fram í gegnum samtök sem kirkjur kaþólikka og mótmælenda ráku þar sem gagnavarsla var takmörkuð eða engin.
Írland Trúmál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira