Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 12:09 Mótmælin í Íran hafa verið borin upp af konum og ekki síst unglingsstúlkum. AP/Vahid Salemi Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13