Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Getty Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira