Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. október 2022 12:00 Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Réttindi barna Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar