Markverður árangur náðst Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2022 08:00 Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum Skírnir Garðarsson skrifar Sjá meira
Við sjáum bleikt hvert sem litið er þessa dagana enda stendur nú yfir árvekniátak Krabbameinsfélagsins - Bleika slaufan. Henni er ætlað að minna okkur á krabbamein og það sem við getum gert sem einstaklingar og samfélag til að fyrirbyggja krabbamein, greina snemma og meðhöndla og líkna þegar lækning er ekki möguleg. Í ár deilir Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur með okkur sögu sinni í tilefni af Bleiku slaufunni. Ásdís hefur tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ásdís er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem lifað hafa af krabbamein. Í árslok 2020 voru 9.056 konur á lífi á Íslandi sem einhverntíma hafa greinst með krabbamein. Árið 2000 skömmu áður en krabbamein Ásdísar greindist í fyrsta skipti voru þær 4.297. Þetta er aukning um 110%! Árangur í greiningu og meðferð brjóstakrabbameins er góður hér á landi og hefur stöðugt farið batnandi. Árið 2020 gátu um 90% kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein vænst þessa að vera á lífi fimm árum eftir greiningu og yfir 80% á lífi tíu árum frá greiningu. Fyrir fimmtíu árum voru 70% á lífi fimm árum eftir greiningu og um aldamótin, skömmu áður en Ásdís greindist fyrst, var fimm ára lifun komin upp í 86% og tíu ára lifun 75%. Á Íslandi hefur því náðst markverður árangur í aðbæta lífslíkur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Til þess að sá árangur haldist og til þess að hann geti orðið enn betri verðum við að halda áfram að huga að forvörnum, auka þátttöku í skimun, tryggja að bið eftir meðferð sé stutt, aðgengi sé að nýjustu og bestu lyfjum og öðrum meðferðum og að við höfum hæft fagfólk sem getur sinnt þjónustu um allt land. Við þurfum líka að styðja við rannsóknir á orsökum og meðferð við krabbameini til að bæta enn frekar árangur okkar í að koma í veg fyrir, lækna, lengja og bæta líf þeirra sem greinast með krabbamein. Krabbameinsfélagið vinnur að þessum markmiðum með margvíslegum hætti og treystir á stuðning almennings til að fjármagna fræðslu, rannsóknir, stuðning við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og margt fleira. Höfundur er forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og prófessor við Háskóla Íslands.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun