Hver vitleysan rekur aðra Hildur Björnsdóttir skrifar 4. október 2022 11:01 Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun