Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 16:16 Slökkviliðið rakst á vandamál á meðan á æfingu stóð. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira