Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný Elísabet Hanna skrifar 3. október 2022 18:30 Billy Ray og Firerose hafa verið að vinna saman í gegnum tíðina. Skjáskot/Instagram Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað. Billy Ray er líklega þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Hann fór einnig með hlutverk í þáttunum Hannah Montana þar sem hann lék föður Miley Stewart, Robby Ray Stewart. Það var dóttir hans Miley Cyrus sem fór með hlutverk Hönnuh Montana/Miley Stewart. Samkvæmt heimildum The Sun er ósætti hjá feðginunum og tala þau ekki saman að svo stöddu. Miley Cyrus og Billy Ray þegar Hannah Montana var á Disney Channel.Getty/Jesse Grant Samkvæmt heimildum People hafa þau Billy og Firerose verið í sambandi í þó nokkurn tíma og urðu náin þegar þau voru að vinna að tónlist saman. Heimildirnar segja þó að sambandið hafi ekki skarast á við hjónabandið þar sem þau höfðu verið aðskilin í tvö ár áður en þau sóttu um skilnað og hinn sextíu og eins árs gamli Billy Ray varð ógiftur maður. Í fyrra voru Firerose og Billy Ray saman í viðtali, vegna útgáfu lagsins New Day, þar sem hún gaf það upp hvernig þau kynntust. Hún sagði þau hafa hist upphaflega fyrir tíu árum á tökustað Hannah Montana, en þá hefur Firerose verið á unglingsárunum. Hún sagði Billy hafa fylgt sér eftir og haft trú á sér síðan þá og hafi hvatt hana til að elta drauminn sinn í tónlistinni. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Orðrómur um trúlofun Fyrir skömmu setti Firerose inn mynd af sér með demantshring á vinstri baugfingri og vakti það upp spurningar meðal netverja hvort að um trúlofunarhring væri að ræða. Hún tók það einnig fram að Billy Ray hafi tekið myndina. Þau hafa hvorugt staðfest að um trúlofun sé að ræða og segja heimildir People ólíklegt að svo sé. View this post on Instagram A post shared by FIREROSE (@firerose) Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið New Day sem parið vann að saman árið 2021: Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Hætt við að skilja í annað skipti Foreldrar Miley Cyrus eru hættir við að skilja og eru komnir í hjónabandsráðgjöf. 22. júlí 2013 20:00 Foreldrarnir skilja Billy Ray Cyrus og Tish, foreldrar poppsöngkonunnar Miley Cyrus, eru skilin eftir nítján ára hjónaband. 15. júní 2013 09:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Billy Ray er líklega þekktastur fyrir lögin Achy Breaky Heart og Old Town Road. Hann fór einnig með hlutverk í þáttunum Hannah Montana þar sem hann lék föður Miley Stewart, Robby Ray Stewart. Það var dóttir hans Miley Cyrus sem fór með hlutverk Hönnuh Montana/Miley Stewart. Samkvæmt heimildum The Sun er ósætti hjá feðginunum og tala þau ekki saman að svo stöddu. Miley Cyrus og Billy Ray þegar Hannah Montana var á Disney Channel.Getty/Jesse Grant Samkvæmt heimildum People hafa þau Billy og Firerose verið í sambandi í þó nokkurn tíma og urðu náin þegar þau voru að vinna að tónlist saman. Heimildirnar segja þó að sambandið hafi ekki skarast á við hjónabandið þar sem þau höfðu verið aðskilin í tvö ár áður en þau sóttu um skilnað og hinn sextíu og eins árs gamli Billy Ray varð ógiftur maður. Í fyrra voru Firerose og Billy Ray saman í viðtali, vegna útgáfu lagsins New Day, þar sem hún gaf það upp hvernig þau kynntust. Hún sagði þau hafa hist upphaflega fyrir tíu árum á tökustað Hannah Montana, en þá hefur Firerose verið á unglingsárunum. Hún sagði Billy hafa fylgt sér eftir og haft trú á sér síðan þá og hafi hvatt hana til að elta drauminn sinn í tónlistinni. View this post on Instagram A post shared by Billy Ray Cyrus (@billyraycyrus) Orðrómur um trúlofun Fyrir skömmu setti Firerose inn mynd af sér með demantshring á vinstri baugfingri og vakti það upp spurningar meðal netverja hvort að um trúlofunarhring væri að ræða. Hún tók það einnig fram að Billy Ray hafi tekið myndina. Þau hafa hvorugt staðfest að um trúlofun sé að ræða og segja heimildir People ólíklegt að svo sé. View this post on Instagram A post shared by FIREROSE (@firerose) Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið New Day sem parið vann að saman árið 2021:
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30 Hætt við að skilja í annað skipti Foreldrar Miley Cyrus eru hættir við að skilja og eru komnir í hjónabandsráðgjöf. 22. júlí 2013 20:00 Foreldrarnir skilja Billy Ray Cyrus og Tish, foreldrar poppsöngkonunnar Miley Cyrus, eru skilin eftir nítján ára hjónaband. 15. júní 2013 09:00 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Billy Ray og Tish Cyrus sækja um skilnað í þriðja skiptið Foreldrar Miley Cyrus þau Billy Ray og Tish hafa sótt um skilnað eftir tuttugu og átta ára hjónaband. Hjónin hafa tvisvar sinnum áður sótt um skilnað en ákveðið í framhaldinu að halda sambandinu áfram og gerðist það síðast árið 2013. 11. apríl 2022 21:30
Hætt við að skilja í annað skipti Foreldrar Miley Cyrus eru hættir við að skilja og eru komnir í hjónabandsráðgjöf. 22. júlí 2013 20:00
Foreldrarnir skilja Billy Ray Cyrus og Tish, foreldrar poppsöngkonunnar Miley Cyrus, eru skilin eftir nítján ára hjónaband. 15. júní 2013 09:00