Ný þjóðarhöll í íþróttum Ásmundur Einar Daðason skrifar 29. september 2022 08:00 Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli. Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er. Boltinn fer að rúlla Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða. Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025. Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun. Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur. Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli. Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er. Boltinn fer að rúlla Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða. Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025. Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun. Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur. Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun