Hinn 33 ára gamli Butler hefur verið með betri mönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár og í raun allt síðan hann gekk í raðir Miami árið 2019. Margir leikmenn deildarinnar vekja reglulega athygli fyrir eftirtektarverðan klæðaburð sem og hárgreiðslur. Jimmy er ekki beint í þeim flokki, það er fyrr en nú.
Jimmy skartaði þessari líka fínu hárgreiðslu þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrr í dag, mánudag. „Ég er ekki með neinar hárlengingar, ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði Jimmy þegar hann var spurður út í „nýja“ hárið og uppspark mikinn hlátur viðstaddra.
"I'm just messing with stuff to make the internet mad. That was my goal this summer and it worked."
— NBA (@NBA) September 26, 2022
Jimmy speaks on his offseason hair styles. #NBAMediaDay pic.twitter.com/5cDFBFadhB
„Það er enn óákveðið hvort ég haldi hárinu eins og það er, hver veit. Ég er að prófa mig áfram hvað varðar útlit. Hvernig lýst ykkur á „barnslegi launmorðinginn“ útlitið mitt, frekar sætt er það ekki?“ spurði Jimmy blaðamenn og nuddaði skegglaust andlitið.
„Ég er bara að leika mér til að gera fólk á internetinu brjálað. Það var markmiðið mitt í sumar og það virkaði,“ sagði Jimmy Butler að endingu um nýja hárgreiðslu sína.
Butler og félagar verða á sínum stað á Stöð 2 Sport þegar NBA deildin fer af stað á nýjan leik þann 18. október næstkomandi.