Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rannsóknum? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 27. september 2022 07:31 Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar