„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:30 Hallgrímur Jónasson er nýr aðalþjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið. Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar var nokkuð óvænt látinn fara frá KA þrátt fyrir góðan árangur í sumar jafnt og á síðustu leiktíð. Arnar sagði í gær að ástæðan væri líklega sú að hann væri með munnlegt samkomulag við annað félag um að taka við þjálfun þess að leiktíðinni lokinni. „Mér lýst mjög vel á þetta. Spennandi tímar framundan. Erum með gott lið, á góðum stað og ég er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Ég er lengi búinn að stefna að því að fara í þjálfun á hæsta stigi en ég var svo sem ekkert búinn að ákveða hvaða tímapunktur myndi passa. Var bara að reyna njóta þess í „núinu“ að vera spila en síðan gerist það fyrir tveimur árum að ég er kúplaður út úr því að fá að spila út af einni tæklingu og þá byrjaði ég að aðstoða Óla Stefán [Flóventsson] og svo Arnar.“ „Maður er búinn að fá smjörþefinn af þessu og ég finn að þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þetta kom virkilega snöggt upp og var ákvörðun sem ég þurfti að hugsa vel. Var svo tilkynnt í gær og ég er mjög ánægður með það.“ „Nú er þetta nýskeð, gerðist seinni partinn í gær. Ég er enn að átta mig á stöðunni en eins og ég segi, liðinu hefur gengið vel í sumar og við ætlum að halda þeirri vegferð áfram. Teljum okkur vera sterka og erum að einbeita okkur á að komast í Evrópu.“ „Arnar gerði margt mjög gott fyrir klúbbinn og nú er sú tíð búin og ég tek við með mitt teymi. Við erum að horfa fram veginn. Erfitt fyrir mig að dæma það núna hvort allir séu himinlifandi eða brjálaðir þar sem þetta er nýskeð og ég á eftir að hitta strákana,“ sagði nýráðinn þjálfari KA að lokum í viðtali sínu við Stöð 2 og Vísi. KA er sem stendur í 3. sæti Bestu deildar með 43 stig, jafn mörg og Víkingur sem situr í 2. sæti. KA mætir KR 2. október þegar úrslitakeppnin hefst.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Tengdar fréttir Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. 23. september 2022 19:30