Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 12:24 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á haustmánuðum um auknar heimildir lögreglu til fyrirbyggjandi rannsókna. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Greint var frá því í gær að lögregla hafi handtekið fjóra og tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hafi skipulagt hryðjuverkaárás hér á landi. Með umfangsmiklum aðgerðum á miðvikudag telur lögregla sig hafa afstýrt fyrirhugaðri árás. Dómsmálaráðherra mun fara yfir málið með löggæslustofnunum á næstu dögum. „Á næstu dögum fer ég vandlega yfir þetta með þeim embættum sem undir mig heyra og við þurfum þá að skoða það hvort við þurfum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana, annarra en þeirra sem þegar eru í undirbúningi og eru búnar að vera lengi í undirbúningi,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrann hyggst nú á haustmánuðum leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem hann segir ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ segir Jón. „Við erum mjög langt frá öllum samstarfslöndunum okkar þegar kemur að þessum heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir og það er mjög mikilvægt. Af því að við byggjum slíka vinnu sérstaklega þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri þá byggjum við okkar vinnu mjög mikið á samstarfi við erlend lögreglulið.“ Frumvarp snúi helst að skipulagðri glæpastarfsemi Íslenska lögreglan þurfi að geta tekið á móti upplýsingum frá erlendu lögregluliði og unnið með þær og sömuleiðis veitt erlendum lögreglustofnunum upplýsingar sem kallað er eftir. „Þessar heimildir eru mjög rýrar hjá okkur í dag. Frumvarpið snýst um að rýmka þær þannig að við getum verið í gagnvirkum samskiptum við lögregluyfirvöld í samstarfslöndum okkar.“ Nú tókust þessar fyrirbyggjandi aðgerðir lögreglu mjög vel í vikunni, sýnir það ekki að heimildir lögreglu eru mjög rúmar? „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ segir Jón. Auknar heimildir til vopnaburðar komi til greina Vinnan við frumvarpið hafi hafist þegar hann kom inn í ráðuneytið fyrir tæpu ári síða og undanfarna mánuði hafi ráðuneytið einnig unnið með löggæsluyfirvöldum að breyttu skipulagi innan lögreglunnar. Verið sé að horfa á stóru myndina, óháð einstaka málum. „Þetta tókst vel og við erum þakklát fyrir það í þessu máli, alvarlega máli sem við okkur blasir eftir gærdaginn og fyrradag. En þetta er miklu stærri mynd og miklu fleiri púsl sem þarf að setja inn í þessa mynd svo hún verði betri og það er það sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Eitt af því sem verið sé að skoða sé rýmri heimild lögreglu til vopnaburðar. „Öryggi lögreglumanna er auðvitað grundvallaratriði til þess að þeir geti gætt öryggis borgaranna. Við megum aldrei gleyma því að við treystum á þetta fólk þegar eitthvað á bjátar í okkar samfélagi. Þetta fólk á líka fjölskyldur, sem vilja fá sitt fólk heilt heim. Þannig er grundvallaratriði að tryggja öryggi lögreglumanna og það getur komið til greina að skoða einhverjar víðtækari ráðstafanir en við erum með í dag.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögregla hafi handtekið fjóra og tveir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að þeir hafi skipulagt hryðjuverkaárás hér á landi. Með umfangsmiklum aðgerðum á miðvikudag telur lögregla sig hafa afstýrt fyrirhugaðri árás. Dómsmálaráðherra mun fara yfir málið með löggæslustofnunum á næstu dögum. „Á næstu dögum fer ég vandlega yfir þetta með þeim embættum sem undir mig heyra og við þurfum þá að skoða það hvort við þurfum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana, annarra en þeirra sem þegar eru í undirbúningi og eru búnar að vera lengi í undirbúningi,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrann hyggst nú á haustmánuðum leggja fram frumvarp um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna, sem hann segir ekki nógu rúmar. „Þetta er frumvarp sem fjallar um afbrotavarnir og það er kannski akkúrat það sem á við í þessu máli ef við horfum á það og eins í þessum stóru málum sem lögreglan hefur verið að upplýsa. Það er að segja að koma í veg fyrir að afbrotin eigi sér stað,“ segir Jón. „Við erum mjög langt frá öllum samstarfslöndunum okkar þegar kemur að þessum heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir og það er mjög mikilvægt. Af því að við byggjum slíka vinnu sérstaklega þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri þá byggjum við okkar vinnu mjög mikið á samstarfi við erlend lögreglulið.“ Frumvarp snúi helst að skipulagðri glæpastarfsemi Íslenska lögreglan þurfi að geta tekið á móti upplýsingum frá erlendu lögregluliði og unnið með þær og sömuleiðis veitt erlendum lögreglustofnunum upplýsingar sem kallað er eftir. „Þessar heimildir eru mjög rýrar hjá okkur í dag. Frumvarpið snýst um að rýmka þær þannig að við getum verið í gagnvirkum samskiptum við lögregluyfirvöld í samstarfslöndum okkar.“ Nú tókust þessar fyrirbyggjandi aðgerðir lögreglu mjög vel í vikunni, sýnir það ekki að heimildir lögreglu eru mjög rúmar? „Þetta er algjörlega óskylt þessu máli. Okkar undirbúningur hefur fyrst og fremst verið að horfa til vaxandi skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, þess vegna erum við búin að vera að vinna þessi mál undanfarna mánuði,“ segir Jón. Auknar heimildir til vopnaburðar komi til greina Vinnan við frumvarpið hafi hafist þegar hann kom inn í ráðuneytið fyrir tæpu ári síða og undanfarna mánuði hafi ráðuneytið einnig unnið með löggæsluyfirvöldum að breyttu skipulagi innan lögreglunnar. Verið sé að horfa á stóru myndina, óháð einstaka málum. „Þetta tókst vel og við erum þakklát fyrir það í þessu máli, alvarlega máli sem við okkur blasir eftir gærdaginn og fyrradag. En þetta er miklu stærri mynd og miklu fleiri púsl sem þarf að setja inn í þessa mynd svo hún verði betri og það er það sem við erum að vinna að,“ segir Jón. Eitt af því sem verið sé að skoða sé rýmri heimild lögreglu til vopnaburðar. „Öryggi lögreglumanna er auðvitað grundvallaratriði til þess að þeir geti gætt öryggis borgaranna. Við megum aldrei gleyma því að við treystum á þetta fólk þegar eitthvað á bjátar í okkar samfélagi. Þetta fólk á líka fjölskyldur, sem vilja fá sitt fólk heilt heim. Þannig er grundvallaratriði að tryggja öryggi lögreglumanna og það getur komið til greina að skoða einhverjar víðtækari ráðstafanir en við erum með í dag.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59