Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:01 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti