Sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mun Teitur meðal annars sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála, auk þess sem hann mun vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Aðrir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru Henný Hinz og Dagný Jónsdóttir.
Í febrúar var Teitur ráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra en fyrir það starfaði hann sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni og sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er nú varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi.