618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2022 13:27 Umboðsmaður barna heldur utan um tölur yfir fjölda barna sem bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, líkt og sálfræðiþjónustu. Vísir/Vilhelm Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga. Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15