Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 13:00 Talið er að sjálfstýring flugvélarinnar hafi haldið henni á lofti þar til hún varð eldsneytislaus. Flightradar24 Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022
Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira