Að sögn Hafsteins Halldórssonar aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafnaði annar bíll einnig aftan á þeim sem keyrði á staurinn.
Tilkynning vegna slyssins hafi borist til slökkviliðsins um klukkan 17:50 en tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.
Hafsteinn segir farþegana þrjá hafa hlotið minniháttar meiðsl.