Stillum áttavitann í fiskeldismálum Magnús Guðmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Magnús Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar