Stillum áttavitann í fiskeldismálum Magnús Guðmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Magnús Guðmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun