Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2022 11:47 Helgi er nýr verkefnastjóri framkvæmdanefndar um uppbyggingu þjóðarhallar. Vísir/Vilhelm Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Helgi mun vinna að gerð gagna í umboði framkvæmdanefndarinnar og undirbúa og boða fundi í samstarfi við formann nefndarinnar. „Helgi hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu innviða, bæði sem verkefnastjóri og ráðgjafi. Hann hefur unnið að uppbyggingu innviða á Hlíðarenda, í Skerjafirði, í Sundahöfn og Faxaflóahöfnum, í Bláa lóninu, á Hellisheiði og erlendis, bæði fyrir ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á borð við Carbfix, Marel, Bechtel, Brimborg og Samskip,“ segir í tilkynningunni. Íþróttamál í landinu heyra undir Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem stofnaði síðastliðinn vetur starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga. Í maí síðastliðnum var síðan undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll. Í kjölfarið var áðurnefnd framkvæmdanefnd um uppbyggingu slíkrar hallar stofnuð. „Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða faglega vinnu vegna allra þátta uppbyggingar mannvirkisins og skipulags því tengdu s.s. vegna hönnunar, útboða, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Einnig að fylgja eftir að nauðsynlegir verkþættir vegna uppbyggingar mannvirkis fyrir innanhússíþróttir í Laugardal séu framkvæmdir samkvæmt þeim reglum sem gilda um opinberar framkvæmdir. Er þá átt við frumathugun, áætlunargerð, verklega framkvæmd og skilamat. Hópnum er falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar mannvirkisins. Framkvæmdanefndin vinnur sín verkefni í samráði við starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga og kallar til ráðgjafa eftir því sem við á. Hún gefur starfshópnum reglulegar upplýsingar um framgang verkefnisins auk þess að tryggja nauðsynlegt samráð við ráðgjafaráð skipað hagsmunaaðilum og öðrum notendum mannvirkisins. Ráðgert er að byggingaframkvæmdum verði lokið á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Reykjavík Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Handbolti Körfubolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Helgi mun vinna að gerð gagna í umboði framkvæmdanefndarinnar og undirbúa og boða fundi í samstarfi við formann nefndarinnar. „Helgi hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu innviða, bæði sem verkefnastjóri og ráðgjafi. Hann hefur unnið að uppbyggingu innviða á Hlíðarenda, í Skerjafirði, í Sundahöfn og Faxaflóahöfnum, í Bláa lóninu, á Hellisheiði og erlendis, bæði fyrir ríki og sveitarfélög og fyrirtæki á borð við Carbfix, Marel, Bechtel, Brimborg og Samskip,“ segir í tilkynningunni. Íþróttamál í landinu heyra undir Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem stofnaði síðastliðinn vetur starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga. Í maí síðastliðnum var síðan undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll. Í kjölfarið var áðurnefnd framkvæmdanefnd um uppbyggingu slíkrar hallar stofnuð. „Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða faglega vinnu vegna allra þátta uppbyggingar mannvirkisins og skipulags því tengdu s.s. vegna hönnunar, útboða, tæknilegrar útfærslu, rekstrarforms og hvernig staðið verður að fjármögnun. Einnig að fylgja eftir að nauðsynlegir verkþættir vegna uppbyggingar mannvirkis fyrir innanhússíþróttir í Laugardal séu framkvæmdir samkvæmt þeim reglum sem gilda um opinberar framkvæmdir. Er þá átt við frumathugun, áætlunargerð, verklega framkvæmd og skilamat. Hópnum er falið að útbúa tímasetta framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar mannvirkisins. Framkvæmdanefndin vinnur sín verkefni í samráði við starfshóp um uppbyggingu þjóðarleikvanga og kallar til ráðgjafa eftir því sem við á. Hún gefur starfshópnum reglulegar upplýsingar um framgang verkefnisins auk þess að tryggja nauðsynlegt samráð við ráðgjafaráð skipað hagsmunaaðilum og öðrum notendum mannvirkisins. Ráðgert er að byggingaframkvæmdum verði lokið á árinu 2025,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Handbolti Körfubolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Sjá meira