Elsku hjartans starfsfólk hjúkrunarheimila Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:30 Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun