Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn Steinbekk skrifar 25. ágúst 2022 13:30 Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar