Bandalagið sem elskar kjarnorkusprengjur Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 „It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Stefán Pálsson NATO Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar