Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun