Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 13:01 Meðal þess sem hefur komið upp á yfirborðið vegna þurrka í Evrópu og Kína eru herskip nasista úr Seinni heimsstyrjöld, spænskir bautasteinar og margra alda gamlar Búddastyttur. Samsett Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni. Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua. Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Hitabylgja hefur riðið yfir Evrópu í sumar og meðal afleiðinga hennar eru gróðureldar, vatnsskortur og miklir þurrkar. Þegar vatnsborð Valdecanas-vatnsbóls á Spáni lækkaði í síðustu viku komu forsögulegu bautasteinarnir Dolmen de Guadalperal, betur þekktir sem „spænska Stonehenge,“ aftur í ljós en þeir eru frá um 5000 fyrir Krist. Steinarnir eru alveg við jaðar vatnsbólsins.Getty/Pablo Blazquez Dominguez Þýski fornleifafræðingurinn Hugo Obermeier uppgötvaði bautasteinana, sem samanstanda af um 150 steinum, fyrst árið 1926. En þegar einræðisherrann Francisco Franco lét búa til Valdecanas-vatnsból hurfu steinarnir undir vatn og hafa síðan þá aðeins sést fjórum sinnum. Vegna þurrkana núna sjást steinarnir skýrt og skilmerkilega og hefur fólk kallað eftir því að þeir verði fluttir á safn áður en þeir hverfa aftur undir vatn. Þýsk herskip og tundurdufl fundist í ám Hið merka fljót Dóná sem flæðir í gegnum Evrópu er sömuleiðis ekki svipur með sjón vegna þurrkanna sem tröllríða Evrópu. Vegna þess hafa meira en tuttugu flök þýskra herskipa sem sukku í seinni heimsstyrjöldinni komið í ljós nálægt serbneska bænum Prahovo. Skipsflökin eru meðal meira en hundruð þýskra herskipa sem sukku í ánni árið 1944 þegar sjóherinn flúði undan sovéska hernum. Skipsflökin hafa í gegnum tíðina hamlað umferð skipa þegar vatnsborð árinnar er lágt. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skipunum. Low water levels on river Danube have exposed more than 20 German warships sunk during World War Two in Prahovo, Serbia https://t.co/7GxRuqN3di pic.twitter.com/2ODz9VWyN8— Reuters (@Reuters) August 19, 2022 Ítalía hefur lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á svæðum við ánna Pó, lengstu á landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna þurrkana. Í lok júlí kom í ljós 450 kílóa tundurdufl sem hafði verið á kafi í ánni. Um þrjú þúsund manns sem búa í nágrenni við norður-ítalska þorpið Borgo Virgilio var þá gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusérfræðingar gerðu sprengjuna óvirka. Margra alda gamlar Búddastyttur Sumarið í Kína hefur verið það þurrasta og heitasta í rúm sextíu ár og hafa ár, uppistöðulón og kornuppskera liðið fyrir þurrkinn. Kínversk yfirvöld hafa svo miklar áhyggjur af uppskeru landsins að þau hyggjast sá efnum í ský til að fá þau til að rigna. Búddastytturnar þrjár sem fundust á horfnu eyjunni í Yangtze-á. Vatnsborð Yangtze-ár, lengsta fljóts Kína, hefur lækkað töluvert og í síðustu viku kom í ljós eyja sem hafði verið á kafi í ánni við borgina Chonqing. Í kjölfarið fundust á eyjunni þrjár Búddastyttur sem talið er að séu um sex hundruð ára gamlar, að sögn ríkismiðilsins Xinhua.
Fornminjar Kína Spánn Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26 Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52 Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Fundu „hið spænska Stonehenge“ aftur eftir mikla þurrka Nokkrar hitabylgjur hafa riðið yfir Spán í sumar og miklir þurrkar orðið í kjölfar þeirra. Regnfall hefur verið í lágmarki og hafa hin ýmsu vötn þornað upp eða minnkað verulega, þar á meðal Valdecanas-vatnsbólið í Cacares-héraði. Þar sést nú aftur í steina sem eru kallaðir „hið spænska Stonehenge“ en þeir hafa verið undir vatni síðan árið 1963. 19. ágúst 2022 11:26
Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. 22. ágúst 2022 07:52
Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár. 12. ágúst 2022 10:37