Opið bréf til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:31 Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun