Opið bréf til Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:31 Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Hinsegin Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir. Þú telur eldgos á Reykjanesskaga vera tákn reiði guðs vegna samkynhneigðar, eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans. Eldgos á Reykjanesskaga eða orð biskupsritara voru hvorugt sérstakt undrunarefni, men orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu? Ert þú í beinu sambandi við guð og hvernig fer það samband fram? Segir hán þér eitthvað þegar þú sefur á nóttunni, eða er himnaríki nettengt svo þú getir talað við hán á Skype? Jesús boðaði kærleika gagnvart öllum manneskjum. Hann stoppaði lýðinn sem ætlaði að grýta vændiskonuna og sagði „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Barnabörnin mín eiga tvær mæður og þeirra upphaf er m.a. frá sæðisfrumum gefnum af sæðisgjafa. Jesús sagði „leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því þeirra er guðsríkið“. Barnabörnin mín eru saklaus, falleg og yndisleg, og enginn skal voga sér að líta á þau sem afrakstur syndar. Þau eiga góðar mæður og líður vel í góðri fjölskyldu. Það hafa engin eldgos verið í Noregi síðan þau fæddust. Samkynhneigð var bönnuð með lögum fram til 1972 (allavegana í Noregi), en það var eingöngu bannað hjá karlmönnum. Konur voru ekki taldar hafa kynhvöt. Ég hef aldrei fundið neitt í biblíunni um að Jesús hafi talað um samkynhneigð, en það er eitthvað í gamla testamentinu um að karlmenn megi ekki láta sæði sitt falla ónotað til jarðar. Það er líka í gamla testamentinu talað um þennan reiða guð sem Jesús virðist hafa mildað. Þetta með reiði guðs var sem sé úrelt og gamaldags fyrir tvö þúsund árum og svo tekur þú þetta upp. Það er reyndar vert að velta fyrir sér hvernig hægt er að ætlast til þess að sæði karlmanns fari alltaf í skaut konu. Ætli þeir sem skrifuðu þetta hafi haft margar konur til að skvetta úr sér þegar þeim var mál? Heldur þú að þeir hafi getað beðið eftir einni konu sem var alltaf barnshafandi eða að fæða barn? Varla hafa þeir sængað með sinni konu rétt á meðan hún fæddi barn. Kannski þeir hafi hjálpað sér sjálfir í laumi. Ísland varð til úr eldgosum og það löngu áður en mannskepnan varð til. Yfir hverju reiddist guð í upphafi? Enn og aftur, hvaðan kemur þitt umboð til að tilkynna íslenskri þjóð um reiði guðs? Vonast eftir svari. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun