Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 23:16 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19