Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Þróttur skoraði fimm gegn ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira