Valsmenn í sjötta himni, Nökkvi Þeyr allt í öllu hjá KA og ÍBV sökkti FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 08:00 Patrick Pedersen fagnar einu marka sinna. Vísir/Diego Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær, sunnudag. Alls litu 15 mörk dagsins ljós í þremur stórsigrum en mörkin má öll sjá hér að neðan. Eftir stórsigur á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð voru Stjörnumenn stórhuga er þeir mættu á Hlíðarenda. Eftir að Emil Atlason brenndi af vítaspyrnu þá komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu sem fylgdi í kjölfarið. Valsmenn létu það ekki á sig fá og skoruðu þrívegis áður en fyrri hálfleikur var úti, Patrick Pedersen gerði tvö og Aron Jóhannesson eitt. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik, það síðara beint úr aukaspyrnu, áður en Pedersen skoraði sjötta mark Vals á 66. mínútu leiksins og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri urðu mörkin ekki og 6-1 stórsigur Vals staðreynd. Klippa: Besta deild karla: Valur 6-1 Stjarnan Lánlausir FH-ingar voru í heimsókn í Vestmannaeyjum. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Eiður Aron Sigurbjörnsson komið ÍBV í 2-0. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja mark ÍBV úr vítaspyrnu og staðan 3-0 í hálfleik. Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH, þó markið sé skráð sem sjálfsmark, áður en Felix Örn Friðriksson drap allir vonir gestanna um endurkomu. Lokatölur 4-1 ÍBV í vil. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 4-1 FH Á Akureyri var botnlið ÍA í heimsókn. Verkefni gestanna var erfitt fyrir en þegar Hlynur Sævar Jónsson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn þrisvar. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta markið, lagði upp annað markið á Hallgrím Mar Steingrímsson og skoraði svo það þriðja sjálfur. Lokatölur 3-0 KA í vil og Nökkvi Þeyr er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV Valur Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Eftir stórsigur á toppliði Breiðabliks í síðustu umferð voru Stjörnumenn stórhuga er þeir mættu á Hlíðarenda. Eftir að Emil Atlason brenndi af vítaspyrnu þá komust gestirnir yfir eftir hornspyrnu sem fylgdi í kjölfarið. Valsmenn létu það ekki á sig fá og skoruðu þrívegis áður en fyrri hálfleikur var úti, Patrick Pedersen gerði tvö og Aron Jóhannesson eitt. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik, það síðara beint úr aukaspyrnu, áður en Pedersen skoraði sjötta mark Vals á 66. mínútu leiksins og fullkomnaði þrennu sína. Fleiri urðu mörkin ekki og 6-1 stórsigur Vals staðreynd. Klippa: Besta deild karla: Valur 6-1 Stjarnan Lánlausir FH-ingar voru í heimsókn í Vestmannaeyjum. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom heimamönnum yfir á 9. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Eiður Aron Sigurbjörnsson komið ÍBV í 2-0. Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja mark ÍBV úr vítaspyrnu og staðan 3-0 í hálfleik. Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH, þó markið sé skráð sem sjálfsmark, áður en Felix Örn Friðriksson drap allir vonir gestanna um endurkomu. Lokatölur 4-1 ÍBV í vil. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 4-1 FH Á Akureyri var botnlið ÍA í heimsókn. Verkefni gestanna var erfitt fyrir en þegar Hlynur Sævar Jónsson fékk beint rautt spjald þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn þrisvar. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta markið, lagði upp annað markið á Hallgrím Mar Steingrímsson og skoraði svo það þriðja sjálfur. Lokatölur 3-0 KA í vil og Nökkvi Þeyr er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA ÍBV Valur Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira