FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 10:41 Alec Baldwin við tökur kvikmyndarinnar Rust. Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað. Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) þar sem einnig segir að dauði Hutchins sé slys. Ákvörðunin um hvort einhver verði ákærður í málinu er þó á höndum saksóknara í Nýju Mexíkó. Samkvæmt frétt Sky News komust rannsakendur FBI að þeirri niðurstöðu að ekki væri mögulegt að skot hefði hlaupið úr byssunni, án þess að tekið væri í gikk hennar. Aðrir höfðu áður komist að sömu niðurstöðu en Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn. Hann segist hafa verið að æfa sig í því að draga byssuna úr hulstrinu og Hutchins hafi verið á bakvið myndavélina og sagt honum að draga hamarinn á byssunni aftur þegar hann dró byssuna úr hulstrinu og beina henni að myndavélinni. Við það hljóp skotið úr byssunni. Enn liggur ekki fyrir hvernig raunverulegt byssuskot rataði í byssuna á tökustað. FBI segir þó að engar vísbendingar hafi fundist um að einhver hafi viljandi sett raunverulegt skot í byssuna. Bæði vopnavörður kvikmyndarinnar og aðstoðarleikstjóri áttu að hafa skoðað byssuna áður en hún endaði í höndum Baldwins og þegar Dave Halls, aðstoðarleikstjórinn rétti leikaranum vopnið sagði hann „köld byssa“ sem þýðir að hún átti að vera tóm. Lögreglan hefur sagt að öryggisráðstöfunum vegna skotvopna hafi ekki verið framfylgt fyllilega á tökustaðnum og var hald lagt á um fimm hundruð skot. Þar á meðal púðurskot, tóm skothylki og hefðbundin skot, sem eiga ekki að finnast á tökustað. Starfsmenn höfðu einnig kvartað undan öryggisráðstöfunum og sparnaði og nokkrum klukkustundum fyrir banaskotið lögðu nokkrir þeirra niður störf. Baldwin, sem var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, hefur sagt að hann hafi aldrei heyrt af slíkum kvörtunum. Hann sagðist einnig ekki telja að sparnaður við framleiðslu kvikmyndarinnar hefði dregið úr öryggi á tökustað.
Byssuskot Alecs Baldwin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira