Rushdie kominn úr öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 07:48 Salman Rushdie. EPA/ARMANDO BABANI Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús. Í samtali við AP fréttaveituna staðfesti Andrew Wylie, umboðsmaður Rushdie, að hann væri úr öndunarvél. Hadi Matar, sem réðst á Rushdie, var færður fyrir dómara í gær, þar sem hann lýsti yfir afstöðu sinni gagnvart ákærum um árás og tilraun til manndráps. Lögmaður Matar sagði hann saklausan af þessum ákærum. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á ráðstefnuna þar sem Rushdie átti að halda fyrirlestur, mætt degi áður og notað fölsk skilríki. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt lausum gegn tryggingu. Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Hinn 75 ára gamli Rushdie er sagður líklegur til að missa annað augað vegna árásarinnar. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Matar, sem er 24 ára gamall, hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Hadi Matar sagðist í gærkvöldi saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Í samtali við AP fréttaveituna staðfesti Andrew Wylie, umboðsmaður Rushdie, að hann væri úr öndunarvél. Hadi Matar, sem réðst á Rushdie, var færður fyrir dómara í gær, þar sem hann lýsti yfir afstöðu sinni gagnvart ákærum um árás og tilraun til manndráps. Lögmaður Matar sagði hann saklausan af þessum ákærum. Saksóknarar segja að Matar hafi skipulagt árásina og að hann hafi ætlað að myrða Rushdie. Hann hafi keypt sér miða á ráðstefnuna þar sem Rushdie átti að halda fyrirlestur, mætt degi áður og notað fölsk skilríki. Dómari úrskurðaði að Matar yrði ekki sleppt lausum gegn tryggingu. Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana í kjölfar þess að Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út svokallað „fatwa“ gegn Rushdie, sem þýddi í raun að hann varð réttdræpur og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs hans. Það var eftir að hann gaf út bókina Söngvar Satans. Hinn 75 ára gamli Rushdie er sagður líklegur til að missa annað augað vegna árásarinnar. Hann er einnig með skaddaða lifur og skemmdar taugar í öðrum handleggnum. Matar, sem er 24 ára gamall, hefur ekki sagt af hverju hann framdi árásina og lögreglan hefur hingað til sagt að tilefni liggi ekki fyrir. Matar er þó sagður hafa verið dyggur stuðningsmaður Írans á samfélagsmiðlum. Hadi Matar sagðist í gærkvöldi saklaus gagnvart ákærum um líkamsárás og tilraun til manndráps.AP/Gene J. Puskar
Bandaríkin Íran Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. 12. ágúst 2022 21:25
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29