„Hústökuleikskóli“ í Ráðhúsinu Vésteinn Örn Pétursson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 13. ágúst 2022 21:00 Eitt barnanna sem hefur ekki enn fengið leikskólapláss í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Móðir sautján mánaða gamals barns sem ekki fær leikskólapláss í borginni ætlar að setja upp hústökuleikskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Hún segir algjört neyðarástand ríkja meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Svör borgarinnar til foreldra séu kæruleysisleg. Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Kristín Tómasdóttir stóð fyrir mótmælum síðasta fimmtudag þar sem foreldrar ungra barna, sem ekki fá pláss á leikskóla í haust, mættu með börn sín upp í Ráðhús Reykjavíkur. Ætlunin var að sýna fram á það ástand sem skapast hefur hjá foreldrum, sem ekki geta unnið meðan börn þeirra komast ekki að á leikskóla. Krafan var aðgerðir, núna strax. Staðið hefur á svörum frá borginni. „Ég meira að segja sendi tölvupóst á alla borgarráðsfulltrúa að kvöldi eftir mótmælin. Það hefur enginn þeirra svarað mér. Þar óskaði ég bara eftir að fá að vita: Um hvað voruð þið að tala og hvaða aðgerðir eruð þið að ræða ykkar á milli?“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Svör við þessum spurningum geti eytt óvissu og kvíða hjá foreldrum. En þar sem lítið virðist hafa breyst hefur verið boðað til áframhaldandi mótmæla. Foreldrar mæta aftur upp í ráðhús næsta fimmtudag og setja upp svokallaðan hústökuleikskóla. Hugmyndin er að nýta plássið í ráðhúsinu, fyrst ekkert leikskólapláss er að fá, og sýna að með viljann að vopni sé ekki svo flókið að koma upp dagvistun í einhverri mynd. „Við mætum náttúrulega bara enn örvæntingarfyllri og örugglega fleiri, gerum bara það sem við getum, sem er að þrýsta meira á borgarráðsfulltrúana.“ Svörin um hvers vegna staðan sé eins og hún er séu ekki heldur foreldrum að skapi. Þau séu öll á eina leið: „Bara fjölþættur vandi. Ofboðslega flókinn, ofboðslega fjölþættur sem ofboðslega margir eru búnir að reyna að leysa. Og við eigum bara að sýna því þolinmæði og skilning.“ Á meðan sitji foreldrar heima með börn sín, með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er algjört ófremdarástand, þetta er algjört neyðarástand. Mér finnst þau taka því mjög léttvægt. Mér finnst við fá bara mjög kæruleysisleg svör.“ Ekki ljóst hvenær ástandið lagast Fréttamaður ræddi einnig við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og formann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hún gat ekki svarað því hvenær fengist lausn við plássskortinum en sagði Reykjavíkurborg vera að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og lengri tíma. Árelía Eydís segir að Reykjavíkurborg sé að vinna að lausnum til bæði skamms tíma og til lengri tíma.Vísir „Þetta er eitthvað sem skiptir verulega miklu máli. Við viljum að Reykjavíkurborg sé skipulögð í kringum börnin. Við ætlum að reyna að finna lausnir og hugsa eins og við getum út fyrir boxið en það tekur einhvern tíma. Nú eru allar hendur á dekki til að koma til móts við þá foreldra sem bíða í óvissu,“ sagði Árelía Eydís í samtali við fréttamann. Árelía sagðist vera þakklát þeim foreldrum sem væru að mótmæla stöðunni vegna þess að þau hjá Reykjavíkurborg vilji koma til móts við bæði þarfir atvinnulífsins og þarfir barnanna og þeirra fjölskyldna. Hins vegar gat hún ekki fyllilega svarað því hvað það tæki langan tíma að bæta úr ástandinu en sagði að það væri verið að vinna að því að búa til bæði skammtíma- og langtímalausnir. Þá sagði hún að til lengri tíma vildu þau laga kerfið „þannig að þetta sé ekki lengur þannig að fólk þurfi að takast á við þessa óvissa og viti ekki nákvæmlega hvenær það kemur barninu að.“ Nú séu þau hins vegar að vinna að skammtímalausnum til að koma til móts við þá foreldra sem bíða eftir plássum fyrir börn sín.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira