Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 14:59 Hildur Björnsdóttir hefur látið leikskólamálin sig mikið varða í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. „Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira