Meirihlutinn lost in space Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. ágúst 2022 13:18 Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun