Meirihlutinn lost in space Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. ágúst 2022 13:18 Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar