Ólíkir stílar
Þau lýsa öll stílunum sínum á ólíkan hátt. Noz lýsir stílnum sínum sem praktískum, djörfum og litríkum. Darren telur sig skapa dáleiðandi og heillandi rými sem flytja kúnnana á nýjan stað. Joy segist svo hanna rými sem eru skilvirk, skörp og skapandi.
„Ég myndi flytja inn og læra að elda,“ segir Darren um hönnun Joy í lokin þegar þau sýndu sínar teikningar en hugmyndir hennar heilluðu hann mikið. „Þetta er eins og boom boom herbergi,“ sagði Joy á móti um eldhúsið hans sem hún sagði vera þokkafullt.
Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni og eflaust geta margir sótt innblástur í hönnunina: