Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Helga Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun