Í júní síðastliðnum greindi Vísir frá því að Broncos væri í þann mund að verða dýrasta íþróttafélag sögunnar. Talið var að salan væri við það að ganga í gegn en samningar hafa tekið lengri tíma en reiknað var með.
Nú hefur salan loksins verið staðfest og er Broncos dýrasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Todd Boehly og félagar borguðu hins vegar meira fyrir enska knattspyrnufélagið Chelsea en Walton greiddi fyrir Broncos.
Hinn 77 ára gamli Walton – sem er sonur stofnenda Walmart-verslunarkeðjunnar – er metinn á tæplega 60 milljarða Bandaríkjadala og því má segja að um dropa í hafið sé að ræða er kemur að verðinu á Broncos.
The Denver Broncos have officially sold for $4.65B to Walmart heir Rob Walton and the Walton-Penner Family Ownership Group, making this the most money ever paid for a U.S. sports team
— Bleacher Report (@BleacherReport) August 9, 2022
Walton will be the richest NFL owner with a net worth of over $59B, per @Forbes pic.twitter.com/GqSMWbwI3F
Denver Broncos má muna sinn fífil fegurri. Liðið varð NFL-meistari í þriðja sinn í sögu félagsins árið 2015 en hefur ekki komist í úrslitakeppni deildarinnar síðan þá. Spurning hvort það breytist með nýjum eigendum.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.