Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Leikskólamál voru kosningamál margra flokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira