Leikmenn botnliðsins þurftu að gista á flugvellinum eftir að flug þeirra féll niður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 11:31 Nneka Ogwumike þurfti ásamt liðsfélögum sínum í Los Angeles Sparks að gista á flugvelli eftir leik á sunnudagskvöld. Meg Oliphant/Getty Images Leikmenn Los Angeles Sparks í WNBA-deildinni í körfubolta þurftu að gista á flugvellinum í Washington eftir sigur liðsins á Washington Mystics á sunnudaginn var. Ástæðan var sú að flug liðsins var fellt niður. Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina. NBA Körfubolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Það verður seint sagt að kjör leikmanna í WNBA og NBA-deildinni séu þau sömu eða yfir höfuð nálægt því. Á meðan leikmenn í WNBA hafa nýtt frítíma sinn til að spila með liðum í Evrópu, þar á meðal Rússlandi líkt og Brittney Griner, þá fá menn sand af seðlum fyrir að spila í NBA. Þar er liðum líka flogið þvers og kruss með einkaflugvélum á meðan leikmenn í WNBA ferðast með hefðbundnari flugvélum. „Þetta er í fyrsta skipti á mínum 11 ára ferli sem ég þarfa að gista á flugvelli. Miðað við hvernig ferðahögum okkar er háttað kemur það þó ekki á óvart, þetta var í raun aðeins tímaspursmál,“ sagði Nneka Ogwumike, leikmaður Sparks, í myndbandi sem hún birti á Twitter-síðu sinni. First time for everything @WNBA pic.twitter.com/w3PSHxCcJk— Nneka Ogwumike (@nnekaogwumike) August 8, 2022 Helmingur liðsins fór og gisti á hóteli en þar sem ekki var nóg af lausum herbergjum þar þá þurfti hinn helmingur liðsins að gista á flugvellinum. „Klukkan er korter í tvö og við verðum hér til níu í fyrramálið,“ bætti Ogwumike við. Til að sporna við mismunun ákváðu forráðamenn WNBA-deildarinnar að banna liðum að fljúga með leiguflugi þó svo að þau hefðu efni á því. Ástæðan var sú að ekki hefðu öll lið efni á slíkum lúxus og það væri ósanngjarnt fyrir hin lið deildarinnar. Sú ákvörðun hefur mætt mikilli mótstöðu og árið 2018 ákvað Las Vegas Aces að gefa leik eftir að hafa þurft að ferðast í meira en sólahring. Í úrslitakeppninni á síðasta ári kvörtuðu þjálfarar Connecticut Sun og Chicago Sky yfir því að deildin kæmi hreinlega í veg fyrir að leikmenn gætu ferðast á sem þægilegastan máta. Á endanum var því ákveðið að bóka leiguflug fyrir liðin er þau mættust í þriðja leik úrslitaeinvígisins. Sparks players slept overnight in the airport Sunday after their flight was canceled.WNBA players fly commercial, which has sparked outcry as travel woes plagued the league in recent seasons.https://t.co/Xdl2VhrrlR— The Athletic (@TheAthletic) August 8, 2022 Cathy Engelbert, framkvæmdastjóri WNBA, sagði í síðasta mánuði að deildin muni bóka leiguflug fyrir liðin sem komast alla leið í úrslit. Sparks gæti því þurft að gista aftur á flugvelli þar sem liðið rekur lestina í Vesturdeildinni og er ekki á leið í úrslitakeppnina.
NBA Körfubolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum