Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 12:19 Bjarni Ingimarsson varðstjóri. Vísir Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.
Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira