Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2022 21:47 Volodymyr Zelenskyy segir að búið sé að tengja raforkukerfi Úkraínu á methraða við raforkukerfi Evrópu. AP/Efrem Blavatsky Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið. Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Þá hefur víða verið hætt að hita upp sundlaugar og sundlaugargestir verða að taka kalda sturtu. Rússneska orkufyrirtækið Gazprom dró enn úr gasflutningum til Evrópu í gær og afhendir nú aðeins um 20 prósent af því sem samið var um. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir að verið sé að undirbúa útflutning á raforku til Evrópu. Rússar orkufyrirtækið Gazprom hefur smátt og smátt dregið úr streymi á jarðgasi til Þýskalands og annarra Evrópuríkja. Í gær skúrfaði fyrirtækið afhendinguna niður í aðeins 20 prósent af því sem því ber að afhenda samkvæmt samningum.AP/Michael Probst „Þrátt fyrir stríðið höfum við tryggt tengingu úkraínska orkunetsins við orkunet allrar Evrópu á mettíma. Útflutningur okkar gerir okkur ekki aðeins kleift að afla gjaldeyris heldur einnig að hjálpa félögum okkar að standast orkuþrýsting Rússa. Við munum smám saman gera Úkraínu að ábyrgðaraðila fyrir orkuöryggi Evrópu, þökk sé rafmagnsframleiðslu okkar innanlands,“ sagði forsetinn í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi. Forsetinn greindi einnig frá því að hersveitum hans hefði tekist að eyðileggja þrjár brýr í Kerson héraði og þannig stöðvað birgðaflutninga Rússa að svæðinu. Brýrnar yrðu að sjálfsögðu endurbyggðar af Úkraínumönnum eftir að þeir hefðu náð svæðinu og samnefndri borg í suðurhluta landsins á sitt vald. 'ukraínsku stórskotaliðssveitum hefur tekist að einangra rússneskar hersveitir í Kerson héraði.AP/Evgeniy Maloletka „Hver sem áhrif Rússa eru þá munum við brjóta þau á bak aftur. Við munum frelsa landsvæði með hersveitum okkar, eftir diplómatískum leiðum og ráðum þar til við komum að löglegum landamærum Úkraínu,“ sagði Volodymir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54 Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Segir eldflaugum hafa verið skotið frá Hvíta-Rússlandi Héraðsstjórinn í Chernhiv, Viacheslav Chaus, segir eldflaugum hafa verið skotið á svæðið í morgun. Hann segir flaugarnar hafa komið frá Hvíta-Rússlandi. 28. júlí 2022 06:54
Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. 27. júlí 2022 22:00